154 Vöru(r)

Products


21 / 30 / 40 / 42 / 50 cm segulrammar

2.800 kr
Tekk segulrammi með leðuról. 4 tekkspýtur með seglum sem klemmast utan um veggspjaldið. Einfalt og fallegt Fáanlegur í 5 lengdum. 21cm, 30cm, 40cm, 42cm og 50cm. Rammi á mynd er 30cm.

Á flugi - blönduð tækni

46.000 kr
"Á Flugi" er í stærð 40x30 cm innrammað í 50x40cm  álramma með speglafríu gleri og kartoni. Verkið er eftir Sæþór (Farvapabba) og er unnið með blandaðri tækni. Grunnlínurnar eru risoprentaður á þykkan grafíkpappír, unnið ofan í með vatnslitum og penna og tekur verkið þá á sig nýja mynd. þetta verk og mörg önnur er hægt að skoða í verslun Farva, Álfheimum 4 í Reykjavík.

Abstrakt - olíumálverk

390.000 kr
olíulmálverk eftir Sæþór Örn í stærðinni 150 x 95 cm, málað á  hörstriga árið 2006. Strigi strekktur á blindramma en ekki innrammað í flotramma en hafir þú áhuga er hægt að koma því í kring :D Hægt að skoða þetta verk og fleiri eftir Sæþór (Farvapabba) í verslun Farva, Álfheimum 4,  á instagram eða facebook reikningi Sæþórs.

Álfadrottning og -kóngur

8.400 kr
Álfadrottning og kóngurinn hennar - bæði í fullum skrautklæðum. Prentað með fjórum litum á Riso prentvél sem gefur skemmtilega og einstaka áferð.  Stærð 30x30 cm - prentað á 170 gr. Munken Rough pappír. Fáanlegt með eða án tekksegul ramma. Hönnuður: Sæþór Örn (merkt)

Álft

6.900 kr
Álft / Whooper Swan Risoprentað á 170 gr. Munken Pure Rough pappír / stærð 30x30 cm Verkið er fáanlegt með eða án tekksegulramma. Hönnuður: Sæþór Örn  

Álft í vatni - olíumálverk

100.000 kr
olíulmálverk eftir Sæþór Örn í stærðinni 50 x 30 cm, málað á  hörstriga. Strigi strekktur á blindramma en ekki innrammað í flotramma en hafir þú áhuga er hægt að koma því í kring :D Hægt að skoða þetta verk og fleiri eftir Sæþór (Farvapabba) í verslun Farva, Álfheimum 4,  á instagram eða facebook reikningi Sæþórs.

Andamamma - málverk

240.000 kr
Akrýlmálverk eftir Sæþór Örn í stærðinni 120 x 50 cm Verkið er strigi strekktur á blindramma en ekki innrammað í flotramma en hafir þú áhuga er hægt að koma því í kring :D Hægt að skoða þetta verk og fleiri eftir Sæþór (Farvapabba) í verslun Farva, Álfheimum 4 eða á instagram facebook reikningi Sæþórs.

Ási sjóari

7.900 kr
Til heiðurs Ásmundi Sveinssyni, föður mínum, sem steig ölduna við Íslandsstrendur í meira en hálfa öld. Fáanlegur með eða án tekk segulramma. Risoprentað með 3 litum (gulum, fluor appelsínugulum og svörtum) á 170 gr. Munken Rough. Stærð 30x40 cm. Höfundur verks: Sæþór Örn

Atlantshafslax

6.900 kr
Atlantshafslax / Atlantic salmon Risoprentað á 170 gr. Munken Rough pappír / stærð 30x30 cm fáanlegur með eða án tekk segulramma. Hönnuður: Sæþór Örn  

BARNABOLUR - París

1.560 kr3.900 kr
Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefna og Þalíns. Prentið er svo hitað upp í 175°C sem festir það við þræði efnisins og því hægt að þvo það. Hönnuður: Sæþór Örn lífræn bómull stærðir 3-4 ára (98-104 cm) / 5-6 ára (110-116cm) 

Blýantar

15.000 kr
Silkiprentað, númerað og merkt grafíkverk eftir Sæþór Örn. Handþrykkt á endurunninn 300 gr. kvistpappír með umhverfisvænum efnum / 40 eintök prentuð / stærð 43x22 cm

BÓK

2.400 kr
BÓK - KVK samanheft (kápu- eða spjald-varin) blöð, auð, skrifuð eða prentuð, ætluð til að skrifa (teikna) eða lesa í." Forsíða handþrykkt á 300 gr. endurunninn kvistpappír / innsíður 120 gr. Munken pappír / 44 síður / stærð A5  fleiri vörur úr "Það segir sig sjálft" línunni Hönnuðir: Tobba

BOLUR

4.400 kr
Bolur, -s, -ir K · 1. trjástofn.  2. líkami að undanskildu höfði og útlimum, búkur, kroppur, skrokkur. 3. ermalaus upphlutur, nærskyrta. 4. sokkur (ofan framleists): vettlingur að undanskildum þumlinum. fleiri vörur úr "Það segir sig sjálft" línunni "BOLUR" er teiknaður af Tobbu og handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefna og Þalíns. Prentið er svo hitað upp í...

BOLUR - HÚH

780 kr3.900 kr
Varabúningur Farva - tromma, tromma, klapp  Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefnis og Þalíns. Prentið er svo hitað upp í 175°C sem festir það við þræði efnisins og því hægt að þvo það. Lífræn bómul, Earth Positive / stærðir S-XL Hönnuður: Sæþór Örn  

Brandugla

6.900 kr
Brandugla / Short-eared owl Hönnuður: Sæþór Örn  Risoprentað með 3 litum á 170 gr. Munken Rough pappír / stærð 30x30 cm Verkið er fáanlegt með eða án tekk segulramma.

Búkona

155.000 kr
olíumálverk eftir Sæþór Örn í stærðinni 40 x 60 cm Verkið er ekki innrammað en hafir þú áhuga er hægt að koma því í kring :D Hægt að skoða þetta verk og fleiri eftir Sæþór (Farvapabba) í verslun Farva, Álfheimum 4 eða á instagram facebook reikningi Sæþórs.  

Fermingarboðskort #01

700 kr
Forhannað boðskort í A5 stærð, prentuð umslög í stíl fylgja með. Risoprentað á  240 gr. hvítan Munken pure pappír. Lágmarkspöntun á kortum er  25 stk. Hvernig virkar þetta? 1. Þú gengur frá pöntun hér á farvi.is (val á pappír, val á prentlitum og fjöldi korta). 2. Þú sendir okkur í tölvupósti á riso@farvi.is eftirtaldar upplýsingar: nafn fermingarbarns / dagsetningu veislu / tímasetningu...

Fermingarboðskort #02

700 kr
Forhannað boðskort í A5 stærð, prentuð umslög í stíl fylgja með. Risoprentað á annað hvort umhverfisvænan 300 gr. brúnan kvistpappír eða 300 gr. hvítan Munken Lynx pappír. Lágmarkspöntun á kortum er  25 stk. Hvernig virkar þetta? 1. Þú gengur frá pöntun hér á farvi.is (val á pappír, val á prentlitum og fjöldi korta). 2. Þú sendir okkur í tölvupósti á...

Fermingarboðskort #03

700 kr
Forhannað boðskort í A5 stærð, prentuð umslög í stíl fylgja með. Risoprentað á annað hvort umhverfisvænan 300 gr. brúnan kvistpappír eða 300 gr. hvítan Munken Lynx pappír. Lágmarkspöntun á kortum er  25 stk. Hvernig virkar þetta? 1. Þú gengur frá pöntun hér á farvi.is (val á pappír, val á prentlitum og fjöldi korta). 2. Þú sendir okkur í tölvupósti á...

Fjáröflun - Brauðpoki

17.500 kr
Pokarnir henta mjög vel undir súrdeigsbrauð, síður undir gerbrauð. Súrdeigsbrauðið á það til að verða seigt í plastpoka og mjög fljótt hart í bréfpoka. Taupokinn er þarna á milli og okkur hefur fundist hann lengja líftíma súrdeigsbrauðsins alveg um dag. ... og engar einnota umbúðir :D Stærð : 31x48 cm Efnisþykkt 200 gr. / lífræn bómull Fjáröflunarvörurnar eru  eingöngu seldir  í magni og...

Fjáröflun - dósa &flöskupokar

24.000 kr
Léttir bómullarpokar sem tilvaldir eru undir flöskur og dósir, handprentaðir með pvc plastefnalausum prentlitum sem þola 30° þvott.  Stærð : 49.5 x 75 cm  -  38 lítrar Pokanarnir eru  eingöngu seldir  í magni og með afslætti eftir því. Lágmarkspöntun er 10 stykki og kostar þá 2.400 kr. stykkið. ódýrastir eru þeir á 1.650 kr. stykkið. Fjöldinn stýrir svo verðinu, sjá verðtöflu. 10-49 stykki 2.400 kr. stk....

Fjáröflun - Hrekkjavökupokar

10.000 kr
Grikk eða gott bómullarpoki er tilvalinn í Hrekkjavöku nammileiðangur.  Stærð 26x32,5cm  (4 lítrar) - þykkt 35 g. Fjáröflunarvörurnar eru  eingöngu seldir  í magni og með afslætti eftir því. Lágmarkspöntun er 10 stykki og kostar þá 1.000 kr. stykkið. ódýrastir eru þeir á 550 kr. stykkið. Fjöldinn stýrir svo verðinu, sjá verðtöflu. 10-49 stykki 1000 kr. stk. 50-99 stykki 900 kr. stk. 100-299 stykki 700...

Fjáröflun - innkaupapokar

35.000 kr
Pokana hönnuðum við með fjáröflun í huga og eingöngu seldir  í magni og með afslætti eftir því. Lágmarkspöntun er 10 stykki og bjóðum við uppá þrjár tegundir af pokum:  Innkaupapokinn er sérstaklega rúmgóður (39x41x14 cm) úr 407 GSM fairtrade vottuðum bómullarstriga. Handprentaður með pvc plastefnalausum prentið er svo hitað upp í 170° sem festir það við þræði efnisins svo að pokarnir þola...

Fjáröflun - Skópokar

18.500 kr
Skópokinn hentar undir alla helstu skóflutninga. Hvort sem þú ert á leiðinni í ferðalag, boð eða æfingu. Stærð : 31x48 cm Efnisþykkt 200 gr. / lífræn bómull Fjáröflunarvörurnar eru  eingöngu seldir  í magni og með afslætti eftir því. Lágmarkspöntun er 10 stykki og kostar þá 1.750 kr. stykkið. ódýrastir eru þeir á 1.150 kr. stykkið. Fjöldinn stýrir svo verðinu, sjá verðtöflu. 10-49 stykki 1.850 kr....