0
Karfan þín
Hátíðlegur poki í jólasnattið eða utan um jólaglaðning. Endurnýtanlegur næstu jól... og næstu ... og næstu ...og næstu....
Pokinn er þykkur (300gsm) og gerður úr 85% endurunni bómull og 15% endurunnu polyester (plastflöskum). Stærðin á honum er 37x39 cm og böndin eru 65 cm löng.
Hönnuður: Tobba
Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefnis og Þalíns. Prentið er svo hitað upp í 175°C sem festir það við þræði efnisins og því hægt að þvo það.
Hægt er að kaupa þessa vöru í heildsölu (lágmark 20 stykki). Tilvalið undir t.d. kúnna- og starfsmannagjafir. Við bjóðum einnig uppá sérmerkta poka. Áhugasamir hafi samband við farvi@farvi.is