0
Karfan þín
AFMÆLISÚTGÁFA: Í ár er sérstök afmælisútgáfa af flíkunum sem við hönnuðum í tilefni af 70 ára afmæli Langholtsskóla fyrir nemendur og starfsfólk Langholtsskóla sem og aðra spennta Langhyltinga.
FRAMLEIÐSLA: Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefnis og Þalíns. Prentið er svo hitað upp í 175°C sem festir það við þræði efnisins og því hægt að þvo það.
Framleitt án eiturefna við góð starfsskilyrði fyrir starfsfólk (fairware vottun) og vegan approved, Stanley/Stella.
STÆRÐIR: 7-8 ára (122-128 cm), 9-11 ára (134-146 cm), 12-14 ára (152-164cm) í barnastærðum // XS-4XL í fullorðinsstærðum
Sjá nánar í stærðartöflu í myndum og gott að bera saman við flíkur sem eru þegar í notkun heima fyrir.
Bolirnir eru frá sama framleiðanda (Stanley/Stella) og síðustu ár - þannig að snið og stærðir er mjög svipað. Okkar reynsla er þó að þetta eru ekki stórar stærðir og sniðið er 'medium fit' og því vert að muna að barnið vex en brókin ekki ;)
HÖNNUÐIR: Farvamamma og pabbi (Tobba og Sæþór)