hvað er risograph

Risograph er umhverfisvæn og hagkvæm prentaðferð með eiturefna- lausu bleki (soybased). Vélin virkar líkt og silkiprentun en er jafn hraðvirk og ljósritunarvél.

Riso prentun byggist á að yfirfæra myndverk á stensil. Litatromla er sett í riso vélina og stensillinn vefst utanum tromluna. Pappírinn færist svo flatur undir tromluna sem snýst og færir myndverkið á pappírinn. Einn litur er prentaður í einu. Ef nota á fleiri liti þarf að skipta út tromlu og pappírinn er settur aftur í gegn til að prenta annan lit yfir.

Riso prentun má staðsetja á milli silkiprentunar og offset lithography en með sínum eigin einkennum. Þessi prentaðferð er hins vegar mun hagkvæmari kostur í samanburði við þessar aðferðir fjölföldunar en með sömu fagurfræðilegu eiginleikum og fallegum litalögum.

Við hjá Farva prentum á Riso 9380.