0
Karfan þín
Pokana hönnuðum við með fjáröflun í huga og eru þeir eingöngu seldir í magni og með afslætti eftir því. Lágmarkspöntun er 10 pokar og kostar pokinn þá 2.050 kr. stykkið. Fjöldinn stýrir svo verðinu, sjá verðtöflu.
10-19 pokar | 2.050 kr. stk. |
20-29 pokar | 2.000 kr. stk. |
30-39 pokar | 1.950 kr. stk. |
40-49 pokar | 1.900 kr. stk. |
50-59 pokar | 1.850 kr. stk. |
60-69 pokar | 1.800 kr. stk. |
70-79 pokar | 1.750 kr. stk. |
80-89 pokar | 1.700 kr. stk. |
90-99 pokar | 1.650 kr. stk. |
100-299 pokar | 1.600 kr. stk. |
300+ pokar | 1.550 kr. stk. |
Í boði er að bjóða uppá fleiri en eina tegund (2- 4 algengar) og þá er það samanlagður fjöldi seldra poka sem ræður verðinu.
Nautsterkur burðarpoki úr þykkum bómullarstriga, þeir sem þekkja hann kalla hann Svartholið enda tekur hann heila 19 lítra. Handprentaður á prentverkstæðinu okkar í Álfheimunum með pvc plastefnalausum prentlitum sem þola 30°þvott.
Viðmiðandi/algengt endursöluverð 3.000 - 3.500 kr.
Þægilegast er að hafa samband, fá mynd eins og þessa af þeim poka/pokum sem þú/þið hafið áhuga á að selja, deila henni á samfélagsmiðlum og taka niður pantanir og loks leggja inn pöntun hér í netverslun eða á farvi@farvi.is
Ef áhugi er fyrir því að prenta í öðrum li eða aðra grafík en netverslunin býður uppá endilega hafið samband á farvi@farvi.is
Afgreiðslufrestur er vika til tíu dagar - allt eftir magni og lagerstöðu.
ATH. Þar sem verðinu er haldið í algeru lágmarki þarf að greiða við afhendingu og ekki er í boði frí heimsending af fjáröflunarpokunum.