0
Karfan þín







Gjafabréf á námskeið í vinnubúðum Farva þar sem töfraheimur risoprentunar opnast upp á gátt. Sett er saman A3 veggspjald, það prentað í tveimur litum og heim er farið með 10 eintök af A3 veggspjaldi með eigin hönnun.
Engar tölvur - bara hugur og hendur sem sleppa sköpunarkraftinum lausum.
Námskeiðið hentar byrjendum sem og lengra komnum.
---------------
Vinnubúðirnar:
- Stutt kynning á riso og vinnsluaðferðum við tveggja lita analog prent.
- Sett er saman A3 veggspjald með 'collage-aðferð' og notað til þess kol, blek, túss, ljósmyndir, letur o.fl. Við erum öllum innan handar í ferlinu.
Athugið:
Farvi skaffar allt efni en það er alveg velkomið að koma með eigið útprentað efni (ljósmyndir eða grafík) en passa þarf að hafa það ekki stærra en A3 og ekki á stafrænu formi.
-----------
Staðsetning: Farvi , Álfheimar 4, 104 Reykjavík / Lengd: 3 klukkustundir