0
Karfan þín
Við hjónin - Tobba og Sæþór - stofnuðum Farva (þá Vinnustofan) árið 2006 þegar Sæþór hóf að starfa sjálfstætt við hreyfigrafík fyrir sjónvarp og net. Fyrstu árin var Farvi aðeins til sem hönnunarstúdíó þar sem við sinntum grafískri hönnun fyrir önnur fyrirtæki - sem við gerum svo sannarlega enn í dag - en við hefur bæst rekstur á prentverkstæði okkar og rekstur á okkar eigin verzlun í Álfheimum svo aðeins hefur Farvi stækkað og þroskast eins og við sjálf á þessum 17 árum.
-----------------------------------------
UM OKKUR
Sæþór úrskrifaðist af hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfriði árið 1999 og hélt svo til náms á Ítalíu þar sem hann útskrifaðist sem hreyfihönnuður frá IED í Mílanó árið 2004. Auk þess að vinna sem vídeógrafíker og prentari er Sæþór myndlistarmaður og hefur haldið fimm einkasýningar ásamt þátttöku í samsýningum.
Tobba er menntuð í grafískri hönnun frá IED í Mílanó þaðan sem hún úrskrifaðist árið 2004. Hún starfaði í sjö ár á auglýsingastofunni Ennemm þar sem hún öðlaðist víðtæka reynslu og vann fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins. Árið 2012 vatt hún kvæði sínu í kross og hóf störf samhliða Sæþóri og hafa þau rekið Farva saman síðan þá.
-----------------------------------------
Saman höfum við því yfir tuttugu ára reynslu í öllu því sem viðkemur hönnun og framleiðslu auglýsinga- og markaðsefnis. Í gegnum árin höfum við unnið að skemmtilegum verkefnum fyrir alls kyns fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök hinar ýmsu útgáfur prentefnis, bækur, verðlaunagripi, merkingar og vídeógrafík.
Farvi hefur unnið fyrir fjöldan allan af íslenskum fyrirtækjum í gegnum tíðina og þar má nefna meðal annars Deloitte, Elko, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, GG Verk, Íslandsbanki, Kaffitár, Krónan, Krabbameinsfélagið, Marel, Reykjavíkurborg, Salka bókaforlag, UN Women, Utanríkisráðuneytið, VSÓ og Viðskiptaráð Íslands.