Upphafið og hjartað í rekstrinum má rekja aftur til ársins 2006 þegar Sæþór hóf að starfa sjálfstætt undir merkjum Vinnustofunnar við hreyfigrafík fyrir sjónvarp og net. Sá rekstur síðan tvöfaldaðist að stærð árið 2012 þegar betri helmingurinn hún Tobba hættir eftir 7 ár sem grafískur hönnuður hjá auglýsingastofunni ENNEMM. Saman getum við því boðið alhliða þjónustu við framleiðslu markaðsefnis.

Þessi kjarnastarfsemi er fyrirferðarmest í daglegum rekstri Farva og gerir alla vöruþróun og verslunarrekstur mögulegan.

Meðal fyrirtækja sem að við höfum unnið fyrir: Advel , AFS, Eignamiðlun, Elko, GGverk, Íslandsbanki, Kaffitár, Krónan, Krabbameinsfélagið, Marel, Miklaborg, Reykjavíkurborg, UN women, Utanríkisráðuneytið, Viðskiptaráð,  OZ.

Hafðu samband og gerum eitthvað skemmtilegt,

Tobba og Sæþór