22 Vöru(r)

Teppi / Pokar / Annað

Úrval af vönduðum vörum sem eru hannaðar af alúð af okkur Farvahjónum á vinnustofu okkar og framleiddar á prentverkstæði okkar í Álfheimum. Allt frá kortum á pakkana til flöskupoka fyrir veisluna, gestabóka fyrir gestina að kvitta í í boðinu en einnig viskustykki úr lífrænni bómull og tekk segulrammar fyrir veggspjöldin.

Teppi - Álft

37.000 kr
Fallegustu ullarteppi landsins hönnuð af Farvapabba og framleidd hjá vinum okkar í Varma í Reykjavík. Gjöfult og skemmtilegt samtarf sem sem gaf af sér tvö fuglateppi - Álft og Hrafn. Ótrúlega mjúk, hlý og gott að kúra undir.  Fáanlegt eitt og sér eða í silkiþrykktum taupoka með álftarprenti.  ---------------- Stærð: 130 cm x 180 cm. 100% Íslensk ull Framleitt í Reykjavík...

Teppi - Hrafn

37.000 kr
Fallegustu ullarteppi landsins hönnuð af Farvapabba og framleidd hjá vinum okkar í Varma í Reykjavík. Gjöfult og skemmtilegt samstarf sem sem gaf af sér tvö fuglateppi - Álft og Hrafn. Ótrúlega mjúk, hlý og gott að kúra undir. Fáanlegt eitt og sér eða í silkiþrykktum taupoka með Krumma prenti.  ---------------- Stærð: 130 cm x 180 cm. 100% Íslensk ull Framleitt í...

PÚÐI

4.900 kr
"Púði, -a, -ar K - koddi (-a, -ar K - svæfill, púði, einkum til að hafa undir höfðinu). sessa." Handþrykkt á prentverkstæði okkar með umhverfisvænum litum / stærð 40x40 cm / púðaver úr lífrænni bómull. ATH. púðafylling fylgir fleiri vörur úr "Það segir sig sjálft" línunni Hönnuður: Tobba

POKI

3.900 kr
"Poki -a, -ar KK · 1. ílát úr klæði, pappír, plasti eða ámóta löguðu efni, sekkur …" "poki - tote bag noun (C) a large open bag with two handles. often made of strong cloth" Nautsterkur burðarpoki úr þykkum bómullarstriga, þeir sem þekkja hann kalla hann Svartholið enda tekur hann heila 19 lítra. Hönnuður: Tobba fleiri vörur úr "Það segir sig sjálft" línunni...

21 / 30 / 40 / 42 / 50 cm segulrammar

3.500 kr
Tekk segulrammi með leðuról. 4 tekkspýtur með seglum sem klemmast utan um veggspjaldið. Einfalt og fallegt Fáanlegur í 5 lengdum. 21cm, 30cm, 40cm, 42cm og 50cm. Rammi á mynd er 30cm.

VISKUSTYKKI

3.900 kr
"visku·stykki, viska·stykki HK · klútur til að þurrka diska, hnífapör o.þ.u.l. eftir uppþvott, diskaþurrka.Að baki liggur danska orðið viskestykke, sett saman af viske ‘þurrka’ og stykke ‘stykki’." VISKUSTYKKI sem segir nafnið sitt og meira að segja útskýrir sig sjálft. fleiri vörur úr "Það segir sig sjálft" línunni Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefnis...

Gestabók - segir sig sjálft

3.400 kr
GESTABÓK úr "Segir sig sjálft línunni" okkar "Gesta·bók KVK · bók sem gestir skrá nöfn sín í" 48 síður - stærð 21x21cm  Risoprent á umhverfisvænan 300 gr. kvistpappír. Innsíður eru auðar 120gr. MUNKEN, íslensk hönnun og framleiðsla. Hönnuður: Tobba

BÓK

2.400 kr
BÓK - KVK samanheft (kápu- eða spjald-varin) blöð, auð, skrifuð eða prentuð, ætluð til að skrifa (teikna) eða lesa í." Forsíða handþrykkt á 300 gr. endurunninn kvistpappír / innsíður 120 gr. Munken pappír / 44 síður / stærð A5  fleiri vörur úr "Það segir sig sjálft" línunni Hönnuðir: Tobba

Viskustykki - rjúpan

3.900 kr
Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefnis og þalíns. Prentið er svo hitað upp í 175°C sem festir það við þræði efnisins og því hægt að þvo það. Lífræn bómull og bambus, vandaður saumaskapur, stærð 50x70 cm  Hönnuður: Sæþór

POKI - enska

2.900 kr
... eða eins og segir í íslensk / ensku orðabókinni: "Poki - tote bag noun (C) a large open bag with two handles, often made of strong cloth."

Flöskupoki - 4xHÚRRA

1.900 kr
Þau lengi lifi, HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA , HÚRRA !!!!! Pokinn eru úr þykkum (407gsm) bómullarstriga sem er Fairtrade vottaður og tekur allt að 1.5 lítra flösku. Böndin eru 30cm löng. Hönnuður: Sæþór Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefnis og Þalíns. Prentið er svo hitað upp í 175°C sem festir það við þræði efnisins og...

Flöskupoki - TAKK

1.900 kr
Maður á alltaf að þakka fyrir sig... það segir mamma að minnsta kosti. Pokinn eru úr þykkum (407gsm) bómullarstriga sem er Fairtrade vottaður og tekur allt að 1.5 lítra flösku. Böndin eru 30cm löng. Hönnuður: Tobba Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefnis og Þalíns. Prentið er svo hitað upp í 175°C sem festir það við...

Gestabók - líka, kvitta, deila.

3.400 kr
líka við - kvitta - deila  48 síður - stærð 21x21cm  Risoprent á umhverfisvænan 300 gr. kvistpappír. Innsíður eru auðar 120 gr. munken pappír, íslensk hönnun og framleiðsla.

ILM kerti / Hátíð no. 24

7.000 kr
Hér spila saman mandarínur, kanill, negull & múskat. Mildur og hlýlegur ilmur með keim af jólunum. Handgerð úr hágæða 100% soya vaxi, fyrsta flokks ilmolíum og náttúrulegum bómullarkveik. Áætlaður brennslutími: 55 klst nánar á ilm.is

RISOPRENT námskeið - A3 veggspjald

14.900 kr
Kynnstu töfraheimi RISO í vinnubúðum Farva! Settu saman veggspjald, prentum það saman og þú tekur með heim 10 stykki af A3 plakati í tveimur litum. Engar tölvur - bara þú, hendur þínar og hugur sem sleppa sköpunarkraftinum lausum. Vinnubúðirnar: - Stutt kynning á riso og vinnsluaðferðum við tveggja lita analog prent. - Þú setur saman þitt A3 veggspjald með 'collage-aðferð'...

Risoprent námskeið - GJAFABRÉF

14.900 kr
Gjafabréf á námskeið í vinnubúðum Farva þar sem töfraheimur risoprentunar opnast upp á gátt. Sett er saman A3 veggspjald, það prentað í tveimur litum og heim er farið með 10 eintök af A3 veggspjaldi með eigin hönnun. Engar tölvur - bara hugur og hendur sem sleppa sköpunarkraftinum lausum. Námskeiðið hentar byrjendum sem og lengra komnum. --------------- Vinnubúðirnar: - Stutt kynning...

LIFI taupoki

3.900 kr
    Gullprent á dökkbláan taupoka í stíl við varabúning Þróttar. Nautsterkur burðarpoki úr þykkum bómullarstriga, þeir sem þekkja hann kalla hann Svartholið enda tekur hann heila 19 lítra.  Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefnis og Þalíns. Prentið er svo hitað upp í 175°C sem festir það við þræði efnisins og því hægt...

RISOPRENT námskeið - Jólakort / merkimiðar

15.900 kr
Kynnstu töfraheimi risoprents á aðventunni með því að setja saman jólakort og jólamerkimiða með úrklippuaðferð. Verkið er svo prentað með risoprent aðferðinni og þú tekur með heim 20 stykki af þinni vinnu í tveimur litum. Engar tölvur - bara þú, jólagleði, hendur þínar og hugur sem sleppa sköpunarkraftinum lausum. Vinnubúðirnar: - Stutt kynning á riso og vinnsluaðferðum við tveggja lita...

Brauðpoki

1.920 kr2.400 kr
Pokarnir henta mjög vel undir súrdeigsbrauð, síður undir gerbrauð. Súrdeigsbrauðið á það til að verða seigt í plastpoka og mjög fljótt hart í bréfpoka. Taupokinn er þarna á milli og okkur hefur fundist hann lengja líftíma súrdeigsbrauðsins alveg um dag.... og engar einnota umbúðir :D Stærð: 31x48 cm / Efnisþykkt 200 gr. / lífræn bómull Handþrykkt með umhverfisvænum prentlitum á prentverkstæði Farva...

Jólasokkar Lóu

3.500 kr
Frábærir jólasokkar frá Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Sokkarnir eru til í einni stærð en fólk með lappastærð 38-40 getur vel við unað í þessum glæsilegu lufsum.

Dagatal 2026 - Lóa Hlín

4.000 kr
Dagatal eftir hina skjúklega fyndnu og kláru Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Stærðin á dagatalinu er A2 (42x59,4cm), einnig er hægt að kaupa margnota viðarsegulramma með til að hengja upp dagatalið. 

Límmiðar Lóu

2.000 kr
Sex óskaplega fagrir og litríkir litlir límmiðar eftir hana Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur til að líma í dagbókina, á símann, tölvuna eða til að gefa vinkonu þinni af því að hún er svo dugleg að hún á skilið að fá límmiða.