0
Karfan þín
Farvi fer óhefðbundnar og umhverfisvænar leiðir þegar kemur að prentaðferðum - við höfum risoprentað fyrir hönnuði, listamenn og fyrirtæki síðan 2017.
Risograph er umhverfisvæn og hagkvæm prentaðferð með eiturefnalausu bleki (soybased). Vélin virkar líkt og silkiprentun en er jafn hraðvirk og ljósritunarvél. Við hjá Farva prentum á Riso 9380.
Risoprentun byggist á að yfirfæra myndverk á stensil. Viðeigandi litatromla er sett í prentvélina sem útbýr stensill/master á filmu og vefur honum svo utan um prenttromluna. Þegar prentað er færist pappírinn flatur undir tromluna sem snýst og þrýstir farvanum/litnum í gegnum stensilinn og færir þannig myndverkið á pappírinn. Einn litur er prentaður í einu í mikilli upplausn (600dpi). Ef prenta á fleiri liti þarf að skipta út tromlu og pappírinn er settur aftur í gegnum vélina með nýjum lit.
Fyrstu Riso prentvélarnar komu á markað á áttunda áratug síðustu aldar og hafa verið notaðar til fjölföldunar í stórum stofnunum, kirkjum og skólum um allan heim. Á síðustu árum hafa hönnuðir, ljósmyndarar, teiknarar og myndlistarmenn tekið prenttækninni fagnandi með sínum hreinu litum, miklu upplausn og einstakri útkomu.
-----------------------------------------
UMHVERFIÐ
Prentfarvinn fyrir risovélina er unnin úr olíu sem unnin er úr hrísgrjónahýði og inniheldur engin VOC * efni sem gerir Risoprent að einni umhverfisvænustu prentaðferð í heimi. Svo er masterinn/stensillinn unninn úr bananatrefjum.
* VOC=Volatile Organic Compounds eru óstöðug lífræn efnasambönd eins og t.d. bensín og mynda óhollar gufur við þornun. VOC efni má meðal annars finna í málningu, úðabrúsum, lími og skordýraeitri en sem sagt EKKI í risoprenti.
-----------------------------------------
LITIR
Við erum með 7 liti á lager - rauðan, grænan, bláan, gulan, flúor appelsínugulan, gylltan og svartan. Riso blek hefur hálfgagnsæjan eiginleika sem gerir það að verkum að skemmtilegt er að blanda litunum saman.
-----------------------------------------
VERÐDÆMI - risoprent - A3
10 stk. | 20 stk. | 100 stk. | 500 stk. | 1000 stk. | |
1 LITUR
|
12.300 kr. |
16.100 kr.
|
31.500 kr. | 98.500 kr. | 163.500 kr. |
2 LITIR
|
23.300 kr. |
29.600 kr.
|
50.000 kr.
|
132.000 kr.
|
197.000 kr.
|
3 LITIR | 34.300 kr. |
43.100 kr. |
68.500 kr.
|
165.500 kr. |
230.000 kr.
|
4 LITIR
|
45.300 kr. | 56.600 kr. |
87.000 kr.
|
199.000 kr.
|
264.000 kr.
|
VERÐDÆMI - risoprent - A3
þar sem einn af litunum er Metallic gold
10 stk. | 20 stk. | 100 stk. | 500 stk. | 1000 stk. | |
1 LITUR - gull
|
13.600 kr. | 18.700 kr. | 42.500 kr. | 118.500 kr. | 183.500 kr. |
2 LITIR
|
24.600 kr. | 32.200 kr. |
61.000 kr.
|
152.000 kr.
|
217.000 kr.
|
3 LITIR
|
35.600 kr. | 45.700 kr. |
79.500 kr.
|
185.500 kr.
|
250.500 kr.
|
4 LITIR
|
46.600 kr. | 59.200 kr. |
98.000 kr.
|
219.000 kr.
|
284.000 kr.
|
ATH! Verðin eru með pappír (allt að A3 í stærð og allt að 170g þykkan) og virðisaukaskatti.
Mögulegt er að prenta á allt að 300g. þykkan pappír
Lágmarksupplag er 10 stk. og verðin miðast við að fá tilbúin prentskjöl, sjá leiðbeiningar um skil prentskjala HÉR
Fyrir umsvifameiri verkefni, hafið samband og við finnum verð.
-----------------------------------------
RISOPRENT VINNUBÚÐIR
Við bjóðum reglulega uppá svokallaðar 'riso vinnubúðir' en þar er hægt að kynnast töfraheimi riso með því að setja saman veggspjald.
Vinnubúðirnar eru uppbyggðar svona:
- Stutt kynning á riso og vinnsluaðferðum við tveggja lita prent, saman gerum við eitt prufuprent til að allir átti sig ferlinu.
- Þú setur saman þitt veggspjald með kolum, bleki, túss, ljósmyndum, letri o.fl. Við verðum ykkur innan handar í ferlinu.
- Prentum veggspjaldið ykkar í tíu eintökum, tveimur litum að ykkar vali og allir vinir.
Vinnubúðirnar henta byrjendum sem og lengra komnum og eru yfirleitt ein kvöldstund í um 2,5-3 klukkustundir.
Vinnubúðirnar eru einnig tilvaldar fyrir vina- og vinnustaðahópa til að koma saman og gera eitthvað skemmtilegt og skapandi sem skilur eftir góðar minningar. Fyrir nánari upplýsingar, hópapantanir eða dagsetningar hafið samband í síma 546 8225 eða farvi@farvi.is.