FARVI

Árið 2008 fór Sæþór á námskeið í skilkiþrykki og sama ár framleiddi Tobba eigin jólakortalínu - upp frá því fórum við ósjálfrátt og mest til eigin nota að prófa að framleiða gjafavöru og vegglist. Árið 2011 varð Farvi til sem heiti á vörur okkar sem við vorum þá farin að framleiða í stærri stíl - bæði vegglist en einnig boli, töskur og fleira. Fyrir tíu árum þann 13. júlí 2013 opnuðum við svo verzlun okkar í Álfheimum 4 og höfum verið hér síðan.

----------------------------------------------

Farvi merkir litur og kemur úr danskri tungu (farve) oftast notað um lit fyrir prentvélar, þá sem prentfarvi. Farvi er því ágætis samnefnari undir reksturinn okkar sem skipta má í þrjá parta.

Hönnun - við höfum nærri tuttugu ára reynslu á sviði grafískrar hönnunar og höfum lengi verið viðloðandi auglýsingabransann. Við vinnum að skemmtilegum verkefnum fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök og gerum allt frá nafnspjöldum uppí heilu bækurnar, vörumerki og sjónvarpsauglýsingar.

Prentverkstæði - er staðsett í verzlunarrými okkar í Álfheimum. Þar eru allar okkar vörur handprentaðar með silkiþrykki eða risoprentaðar í Riso prentvélinni okkar. Einnig tökum við að okkur að silki- og risoprenta fyrir fólk og fyrirtæki á alla mögulega og stundum ómögulega hluti. 

Verzlun - litla verzlunin okkar er staðsett í Álfheimum og þar seljum við okkar eigin vörur sem eru hannaðar og prentaðar af alúð á prentverkstæði okkar. 

----------------------------------------------