0
Karfan þín
Að baki Farva standa hjónin Tobba (grafískur hönnuður) og Sæþór (grafískur hreyfihönnuður, silkiprentari og myndlistarmaður). Saman reka þau "batteríið" á neðri hæðinni og búa svo ásamt þremur börnum sínum á efri hæðinni…eða var það öfugt. Farvi er staðsettur í einum fyrsta verslunarkjarna Reykjavíkur, Álfheimakjarnanum við Álfheimana. Auglýstur opnunartími er á milli 12 og 18 alla virka daga.
Farvi · Álfheimar 4 · s 546 8225 · farvi@farvi.is
Farvi merkir litur og kemur úr danskri tungu (farve) oftast notað um lit fyrir prentvélar, prentfarvi. Farvi er því ágætis samnefnari undir reksturinn sem skipta má niður í:
Vinnustofu þar sem við bæði hönnum þær vörur sem við seljum í versluninni ásamt því að hanna auglýsingar og kynningarefni fyrir stór og smá fyrirtæki
Prentverkstæði þar sem að við silki- og risoprentum vörurnar okkar. Einnig tökum við að okku hin ýmsu prentverkefni fyrir fólk og fyrirtæki.
Verslun sem selur gjafavöru og vegglist sem við hönnum og prentum á versktæðinu okkar.