46 Vöru(r)

Veggspjöld


Tekk segulrammi

2.600 kr
Tekk segulrammi með leðuról. 4 tekkspýtur með seglum sem klemmast utan um veggspjaldið. Einfalt og fallegt Fáanlegur í 5 lengdum. 21cm, 30cm, 40cm, 42cm og 50cm. Rammi á mynd er 30cm.

Íslenski fjárhundurinn

6.900 kr
Risoprentað með 3 litum (gulum, rauðum og svörtum) á 170 gr. Munken Rough pappír / stærð 30x30 cm. Hönnuður: Sæþór Örn Verkið er fáanlegt með eða án tekk segulramma.

Sama starf - sömu laun!

5.900 kr
Tobba Ólafsdóttir hannaði "Sönn saga úr bransanum" veggspjaldið fyrir samsýningu sem Farvi hélt í tilefni af Hönnunarmars 2017. Áritað og númerað í 30 eintökum Særð 30x40cm / risoprentað í tveimur litum á Munken Lynx pappír

Íslenski hesturinn

6.900 kr
Íslenski hesturinn - Icelandic horse Risoprentað með 3 litum á 170 gr. Munken Rough pappír / stærð 30x30 cm. Hönnuður: Sæþór Örn Verkið er fáanlegt með eða án tekk segulramma.

Álfadrottning og -kóngur

8.400 kr
Álfadrottning og kóngurinn hennar - bæði í fullum skrautklæðum. Prentað með fjórum litum á Riso prentvél sem gefur skemmtilega og einstaka áferð.  Stærð 30x30 cm - prentað á 170 gr. Munken Rough pappír. Fáanlegt með eða án tekksegul ramma. Hönnuður: Sæþór Örn (merkt)

Lundi

5.900 kr
Prentað á 240 gr. Munken pure pappír með Riso prentvél sem gefur skemmtilega og einstaka áferð / stærð A4 og A3 Teiknaður af Sæþóri fáanlegur með eða án tekk segulramma.   

STATTU KEIK

5.900 kr
Valdefling ungra stúlkna til að þær sæki fram og efist ekki um sig, með augljósri vísun í Fearless girl styttuna sem var reist á Wall Street á alþjóðlegum baráttudegi kvenna #fearlessgirl Helga Valdís Árnadóttir í samstarfi við Brynju Bjarnfjörð Magnúsdóttur hannaði “STATTU KEIK” veggspjaldið fyrir samsýningu sem Farvi hélt í tilefni af Hönnunarmars 2017. Særð 30x40cm - risoprent

Maraþon 2017

2.900 kr
Eftir allan undirbúninginn þá viltu hvorki klikka á dagsetningunni né hlaupaleiðinni. Eftir hlaupið skrifar þú svo hlaupanúmerið þitt og tímann og þú gleymir afrekinu aldrei. Risoprentað í tveimur litum  á 150 gr. Munken Lynx pappír / stærð 30x40 cm.  Fyr­ir þá sem ekki hlaupa í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu eru þessi hlaupa­vegg­spjöld ef til vill bara lín­ur á spjaldi en fyr­ir þá sem leggja á sig að hlaupa...

Kaktusmanía

4.900 kr
Níu kaktusar og enginn eins.  Risoprentað á 170 gr. Munken Lynx pappír / stærð 30x40 cm Hönnuður: Kristín Klara 

París veggspjald

5.400 kr
Parísarkarl og talnadýrlingur sem telur upp á 9 með 100 punkta ramma. Tilvalið fyrir litla fólkið sem er að læra tölustafina. Handþrykkt á prentverkstæði okkar með hvítum lit á svartan og gráan pappír / stærð 40x50 cm Hönnuður: Sæþór

Maraþon 2016

4.400 kr
Eftir allan undirbúninginn þá viltu hvorki klikka á dagsetningunni né hlaupaleiðinni. Eftir hlaupið skrifar þú svo hlaupanúmerið þitt og tímann og þú gleymir afrekinu aldrei. Handþrykkt/silkiþrykkt á prentverkstæði okkar á 240 gr. Munken Polar pappír / stærð 40x50 cm Takmarkað upplag - einungis 50 eintök prentuð af 10km, 30 eintök af 21.1km og 30 eintök af 42.2km Fyr­ir þá sem ekki hlaupa í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu eru þessi hlaupa­vegg­spjöld...

Bangsi litli

3.900 kr
Þessi krúttaði sandkassaræningi mokar og mokar í sandkössum í leit að alls kyns fjársjóðum. Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með hvítum eiturefnalausum lit á 270 gr. svartan pappír / stærð 50x40 cm Hönnuður: Sæþór  

Maraþon 2015

4.400 kr
Af því að maður á alltaf laust veggpláss fyrir smá grobb! Þú skrifar svo inn hlaupanúmerið þitt og tímann og gleymir afrekinu aldrei. Handþrykkt/silkiþrykkt veggspjald í tveimur litum á 240 gr. Munken Polar pappír / stærð 40x50 cm.  ATH. einungis 50 eintök prentuð af 10 km og 25 eintök af 21.1 km.  Hönnuðir: Sæþór & Tobba

HÚRRA

6.400 kr
HÚRRA í viðhafnarútgáfu í tilefni frábærs árangurs íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi 2016, prentað og dagsett á prentdeginum 27. júní Einnig fáanlegt í svörtum og regnbogalitum.  Handþrykkt á prentverkstæði okkar með umhverfisvænum prentlitum á 240 gr. Munken Polar pappír / stærð 40x50 Plaköt sem eru handprentuð með silkiþrykk prentaðferðinni verða öll einstök, mis mikið "líf" þar sem að litirnir mætast/blandast. ...

JIBBÍ

5.400 kr
Handþrykkt á prentverkstæði okkar með umhverfisvænum prentlitum á 240 gr. Munken Polar pappír /  stærð 40x50 cm / 20 númeruð eintök Hönnuður: Tobba

TAKK

5.400 kr
Handþrykkt á prentverkstæði okkar á 240 gr. Munken Polar pappír / stærð 40x50 Litur grár - 40 númeruð eintök Litur rauður - 100 númeruð eintök Hönnuður: Tobba

KVK

5.400 kr
Plakat hannað í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Handþrykkt á prentverkstæði okkar með umhverfisvænum prentlitum á 240 gr. Munken Polar pappír / stærð 40x50 cm Hönnuðir: Tobba og Sæþór

Minna drasl - meira líf

5.400 kr
Eini kaupmaðurinn sem hugsar, hannar og reynir svo að selja þessa "möntru". Handþrykkt á 240 gr. Munken Polar pappír í stærðinni 70x50 cm og öll eintökin einstök (sjá mynd).  Tveggja lita prent fáanlegt í svörtu/bláu og svörtu/olífugrænu  Hönnuður: Sæþór Örn 15 sekúndur af frægð:  

Sæþór MOKKA

6.500 kr
Plakat sem við unnum í tilefni málverkasýningar Farvapabba á Mokka Skólavörðustíg. Silkiþrykkt á Munken Polar pappír í stærðinni 46x64 cm Sæþór á Facebook

VEGGSPJALD

5.900 kr
"Vegg·spjald HK · auglýsing eða prentuð mynd (án ramma) til að festa á vegg (oft til að vekja athygli á ákveðnum viðburði)" Risoprent / 30x40 cm / 200 gr. Eco Vanilla pappír Handþrykkt / 40x50 cm / 200 gr. Eco Vanilla pappír fleiri vörur úr "Það segir sig sjálft" línunni Hönnuður: Tobba

Íslenska stafrófið - plakat

3.900 kr
Fáanlegt í tveimur stærðum með sitthvorri prentaðferðinni.  Silkiþrykkt - 50x70 cm - 170 gr. Munken Pure pappír Risoprent - 30x40 cm - 170 gr. Munken fáanleg með og án tekk segulramma Hönnuður: Tobba Svona eru stafrófsveggspjöldin silkiprentuð:

Blýantar

10.000 kr
Silkiprentað, númerað og merkt grafíkverk eftir Sæþór Örn. Handþrykkt á endurunninn 300 gr. kvistpappír með umhverfisvænum efnum / 40 eintök prentuð / stærð 43x22 cm