Farvi fer óhefðbundnar og umhverfisvænar leiðir þegar kemur að prentaðferðum - við höfum prentað fyrir hönnuði, listamenn og fyrirtæki með umhverfisvænum efnum á lífræna bómull síðan 2013.

 

SILKIPRENTUN

Silkiprent er um þúsund ára gömul kínversk prenttækni og dregur nafnið sitt af silkinu sem þá var notað í prentrammana. Í dag hefur polyester efni leyst silkið af hólmi. Stensilkvoða er sett í rammann, grafík prentuð á glæru og rammi lýstur með útfjólubláu ljósi með glæruna á milli. Kvoðan er ljósnæm og herðist við útfjólublátt ljós og eftir verður stensill í rammanum sem við þrýstum prentlitum í gegn.

Við bjóðum uppá silkiprentun/handprentum á hin ýmsu efni og ber þar helst að nefna pappír, lífræna bómull, kork og tré. 

Við leggjum mikið uppúr umhverfisþættinum og prentum því með umhverfisvænum vatnsblandanlegum prentlitum án PVC plastefna og þalíns (Phthalate). Prentið er svo hitað upp í 175° sem festir það við þræði efnisins og þannig er hægt að þvo efnið.

Allt vatn sem við notum í skolvaskinum fer í gegnum 5 þrepa vatnshreinsikerfi áður en við skilum því frá okkur.

-----------------------------------------

 

Farvi er viðurkenndur söluaðili Stanley/Stella á Íslandi. Stanley/Stella leggur mikið uppúr vandaðri og umhverfisvænni framleiðslu og notar eingöngu lífræn eða endurunnin efni.

-----------------------------------------

Hér eru nokkur verðdæmi um prentun á algengum vörum.

Silkiþrykk / stykkjaverð / tafla uppfærð júní 2023

  20 stk 50 stk. 100 stk. 500 stk.
"Tote" poki þunnur - sbr.
2.285 kr. 1.670 kr. 1.250 kr. 1.059 kr.
"Tote" poki  - sbr. 2.641 kr. 1.880 kr. 1.500 kr. 1.415 kr.
Taupoki stór sbr. 2.840 kr. 2.240 kr. 1.870 kr. 1.600 kr.
Bolur (rocker)  sbr. 2.765 kr. 2.165 kr. 1.795 kr. 1.520 kr.
Bolur (creator) sbr.
3.020 kr.
2.420 kr.
2.050 kr.
1.890 kr.
Háskólapeysa (roller) sbr. 5.440 kr. 4.840 kr. 4.470 kr. 3.530 kr.
Hettupeysa sbr.
5.990 kr.
5.390 kr.
5.030 kr.
4.050 kr.
Pappír 40x50cm
2.100 kr. 1.300 kr. 860 kr. 700 kr.

Innifalið í verði er startkostnaður, prentun í einum lit og pappír, poki, bolur eða peysa. Lágmarksupplag fyrir eins lita prentun er 20 eintök og 50 eintök fyrir tveggja lita prentun. 

ATH! 

Verðin eru ÁN virðisaukaskatts og birt án ábyrgðar, eru meira til að gefa verðhugmynd þó þau séu nærri lagi. Best er að senda okkur línu og við getum staðfest verð.

-----------------------------------------

Við getum útvegað alla vegana poka, boli eða peysur, prentað með fleiri allt uppí fjóra liti með alls kyns útfærslum - fyrirspurnir sendist á farvi(hjá)farvi.is

-----------------------------------------