0
Karfan þín
Farvi fer óhefðbundnar og umhverfisvænar leiðir þegar kemur að prentaðferðum og bjóðum við uppá silkiprent annars vegar og risoprentun hins vegar.
Silkiprent er um þúsund ára gömul kínversk prenttækni og dregur nafnið sitt af silkinu sem þá var notað í prentrammana. Í dag er hefur polyester efni leyst silkið af hólmi. Stensilkvoða er sett í rammann, grafík prentuð á glæru og rammi lýstur með útfjólubláu ljósi með glæruna á milli. Kvoðan er ljósnæm og herðist við útfjólublátt ljós.
Við bjóðum uppá silkiprentun á hin ýmsu efni og ber þar helst að nefna pappír, bómul og tré.
Við leggjum mikið uppúr umhverfisþættinum og prentum því með umhverfisvænum vatnsblandanlegum prentlitum án PVC plastefn og Þalíns (Phthalate). Prentið er svo hitað/bakað upp í 175° sem festir það við þræði efnisins.
Allt vatn sem við notum í skolvaski fer í gegnum 5 þrepa vatnshreinsikerfi áður en við skilum því frá okkur.
Farvi er viðurkenndur söluaðili Stanley/Stella á Íslandi. Stanley/Stella leggur mikið uppúr vandaðri og umhverfisvænni framleiðslu og notar eingöngu lífræn eða endurunnin efni.
Hér eru nokkur verðdæmi um prentun á algengum vörum.
VERÐDÆMI- silkiþrykk - stykkjaverð
20 stk | 50 stk. | 100 stk. | 500 stk. | |
"tote" poki þunnur - sbr. | 2.285 kr. | 1.670 kr. | 1.250 kr. | 1.059 kr. |
"tote" poki - sbr. | 2.641 kr. | 1.880 kr. | 1.500 kr. | 1.415 kr. |
taupoki stór sbr. | 2.840 kr. | 2.240 kr. | 1.870 kr. | 1.600 kr. |
bolur (rocker) sbr. | 2.765 kr. | 2.165 kr. | 1.795 kr. | 1.520 kr. |
T-bolur (creator) sbr.
|
3.020 kr. |
2.420 kr.
|
2.050 kr.
|
1.890 kr. |
peysa (roller) sbr. | 5.440 kr. | 4.840 kr. | 4.470 kr. | 3.530 kr. |
hettupeysa sbr.
|
5.990 kr.
|
5.390 kr.
|
5.030 kr.
|
4.050 kr.
|
pappír 40x50cm
|
2.600 kr. | 1.950 kr. | 1.600 kr. | 1.300 kr. |
Innifalið í verði er startkosnaður, prentun í einum lit og pappír, poki, bolur eða peysa. Lágmarksupplag fyrir eins lita prentun er 20 eintök og 50 eintök fyrir tveggja lita prentun.
ATH! verðin eru ÁN virðisaukaskatts og birt án ábyrgðar, meira til að gefa verðhugmynd. Best að senda okkur línu og við getum þá gefið fast verð.
Við getum útvegað allavegana poka, boli eða peysur, prentað með fleiri en einum lit og alla vegana.
Fyrirspurnir sendist á farvi(hjá)farvi.is
Risoprentun byggist á að yfirfæra myndverk á stensil. Viðeigandi litatromla er sett í prentvélina sem útbýr stensill/master á filmu og vefur honum svo utan um prenttromluna. Þegar prentað er færist pappírinn flatur undir tromluna sem snýst og þrýstir farvanum/litnum í gegnum stensilinn og færir þannig myndverkið á pappírinn. Einn litur er prentaður í einu í mikilli upplausn (600dpi). Ef nota á fleiri liti þarf að skipta út tromlu og pappírinn er settur aftur í gegnum vélina.
Fyrstu Riso prentvélarnar komu á markað á áttunda áratug síðustu aldar og hafa verið notaðar til fjölföldunar í stórum stofnunum, kirkjum og skólum um allan heim. Á síðustu árum hafa hönnuðir, ljósmyndarar, teiknarar og myndlistarmenn tekið prenttækninni fagnandi með sínum hreinu litum, miklu upplausn og einstakri útkomu.
UMHVERFIÐ
Prentfarvinn er unnin úr olíu sem unnin er úr hrísgrjónahíði og inniheldur engin VOC * efni sem gerir Risograph að einni umhverfisvænustu prentaðferð í heimi. Svo er masterinn/stensillinn unninn úr bananatrefjum:D
* VOC- Volatile Organic Compounds. óstöðug lífræn efnasambönd eins og t.d. bensín og mynda óhollar gufur við þornun. VOC efni má meðal annars finna í málningu, úðabrúsum, lími og skordýraeitri.
LITIR
Við erum með 7 liti á lager - rauðan, grænan, bláan, gulan, appelsínugulan, gylltan og svartan. Riso blek hefur hálfgagnsæjan eiginleika sem gerir það ð verkum að skemmtilegt er að blanda við aðra liti.
VERÐDÆMI - risoprent - A3
20 stk. | 100 stk. | 500 stk. | 1000 stk. | |
1 LITUR
|
9.090 kr.
|
17.339 kr. | 52.016kr. | 82.258 kr. |
2 LITIR
|
18.790 kr.
|
29.435 kr.
|
77.823 kr.
|
112.097 kr.
|
3 LITIR | 27.661 kr. |
41.532 kr.
|
103.629 kr. |
141.935 kr.
|
4 LITIR
|
36.532 kr. |
53.629 kr.
|
129.435 kr.
|
171.774 kr.
|
5 LITIR
|
45.403 kr. |
65.726 kr.
|
155.242 kr.
|
201.613 kr.
|
VERÐDÆMI - risoprent - A3 þar sem einn af litunum er Metallic gold
20 stk. | 100 stk. | 500 stk. | 1000 stk. | |
1 LITUR - gull
|
11.532 kr. | 22.984 kr. | 58.065 kr. | 90.323 kr. |
2 LITIR
|
20.403 kr. |
35.081 kr.
|
83.871 kr.
|
120.161 kr.
|
3 LITIR
|
29.274 kr. |
47.177 kr.
|
109.677 kr.
|
150.000 kr.
|
4 LITIR
|
38.145 kr. |
59.274 kr.
|
135.484 kr.
|
179.839 kr.
|
5 LITIR
|
47.016 kr. |
71.371 kr.
|
161.292 kr.
|
209.677 kr.
|
ATH! Verðin eru með skurði og pappír en ÁN virðisaukaskatts.
Lágmarksupplag er 20 stk. og verðin miðast við að fá tilbúin prentskjöl, sjá leiðbeiningar um skil prentskjala HÉR
Fyrir umsvifameiri verkefni, hafið samband og við finnum verð.