0
Karfan þín
Farvi fer óhefðbundnar og umhverfisvænar leiðir þegar kemur að prentaðferðum - við höfum prentað fyrir hönnuði, listamenn og fyrirtæki með umhverfisvænum efnum á lífræna bómull síðan 2013.
Silkiprent er um þúsund ára gömul kínversk prenttækni og dregur nafnið sitt af silkinu sem þá var notað í prentrammana. Í dag hefur polyester efni leyst silkið af hólmi. Stensilkvoða er sett í rammann, grafík prentuð á glæru og rammi lýstur með útfjólubláu ljósi með glæruna á milli. Kvoðan er ljósnæm og herðist við útfjólublátt ljós og eftir verður stensill í rammanum sem við þrýstum prentlitum í gegn.
Við bjóðum uppá silkiprentun/handprentum á hin ýmsu efni og ber þar helst að nefna pappír, lífræna bómull, kork og tré.
Við leggjum mikið uppúr umhverfisþættinum og prentum því með umhverfisvænum vatnsblandanlegum prentlitum án PVC plastefna og þalíns (Phthalate). Prentið er svo hitað upp í 175° sem festir það við þræði efnisins og þannig er hægt að þvo efnið.
Allt vatn sem við notum í skolvaskinum fer í gegnum 5 þrepa vatnshreinsikerfi áður en við skilum því frá okkur.
-----------------------------------------
Farvi er viðurkenndur söluaðili Stanley/Stella á Íslandi og getum sérpantað úr öllum þeirra vörulista. Stanley/Stella leggur mikið uppúr vandaðri og umhverfisvænni framleiðslu og notar eingöngu lífræn eða endurunnin efni.
-----------------------------------------
Hér eru nokkur verðdæmi um prentun á algengum vörum.
Silkiþrykk / stykkjaverð / með prenti / með virðisaukaskatti
efnisþykkt | 20 stk | 50 stk. | 100 stk. | 250 stk. | |
"Tote" poki (þunnur) nánar | 160 gsm | 3.560 kr. | 2.110 kr. | 1.650 kr. | 1.110 kr. |
"Tote" poki - nánar | 300 gsm |
4.020 kr. |
2.570 kr. |
2.110 kr. |
1.570 kr. |
Taupoki stór(m.vasa) nánar |
220 gsm |
3.960 kr. |
2.510 kr. |
2.050 kr. |
1.510 kr. |
Taupoki stór (ljós) nánar | 407 gsm | 4.400 kr. | 2.950 kr. | 2.490 kr. | 2.010 kr. |
Bolur (rocker) nánar | 150 gsm | 4.370 kr. | 2.910 kr. | 2.460 kr. | 1.910 kr. |
Bolur (creator2.0) nánar |
180 gsm | 4.620 kr. | 3.170 kr. | 2.710 kr. | 2.170 kr. |
Bolur (Freestyler) nánar | 240 gsm |
5.600 kr. |
4.150 kr. |
3.690 kr. |
3.140 kr. |
Barnabolur (mini creator) nánar | 155 gsm | 4.390 kr. | 2.940 kr. | 2.480 kr. | 1.940 kr. |
280 gsm
|
7.030 kr.
|
5.780 kr.
|
5.270 kr.
|
4.530 kr.
|
|
Hettupeysa (Drummer) nánar | 280 gsm | 7.910 kr. | 6.660 kr. | 6.150 | 5.410 kr. |
Innifalið í verði er:
Lágmarksupplag fyrir eins lita prentun er 20 eintök og 50 eintök fyrir tveggja lita prentun.
Afgreiðslutími á pöntunum stjórnast svolítið af verkefnastöðu og stærðar pöntunar en við reynum að miða við viku frá því að við fáum tilbúna prentgrafík.
ATH. við prentum eingöngu á fatnað sem við útvegum sjálf og þekkjum.
Við getum:
fyrirspurnir sendist á farvi(hjá)farvi.is