0
Karfan þín
Veggurinn sem um ræðir er hvítur á lit, 211 cm breiður og 146cm hár. Hann er staðsettur á besta stað í verzlun Farva í Álfheimum 4. Prentverkin sem Farvavinur vinnur þurfa að rúmast innan hans.
Hönnuðir, teiknarar, ljósmyndarar, ljóðskáld / rithöfundar. Í einhverjum tilfellum gætu vinirnir verið tveir, t.d. ljóðskáld/rithöfundur og teiknari sem vilja vinna ljóðakver eða artzine saman.
Grafísk verk, ljósmyndir, teikningar, artzine, teiknimyndasaga, ljóðahefti etc.
Sæþór og Tobba aðstoða Farvavin við að ná tökum á prentverkstæðinu, en svo vinnur hann sjálfur að sínum verkum með þau sér innan handar og alltaf tilbúin til skrafs og ráðagerða. Enga reynslu þarf að hafa fyrir risoprentið en einhvern grunn þarf að hafa fyrir silkiprentið.
Farvi leggur til alla aðstöðu og búnað á prentverkstæði ásamt öllum nauðsynlegum efnum (pappír, prentfarva ofl.), sem og þekkingu, ráðgjöf og nóg af kaffi! Skrifborð, eða skrifstofuaðstaða, til hugmyndavinnu ekki innifalin.
Farvavinur leggur til verk sín og vinnuframlag.
Farvi áskilur sér rétt til að slíta farvavinasambandi ef farvavinur með einhverjum hætti uppfyllir ekki kröfur um framlag.
Söluandvirði verka á opnun, og meðan á sýningu stendur, skiptist í 60/40 hlutföllum (60% til Farvavinar og 40% til Farva). Þau eintök sem eftir verða óseld í lok sýningar skiptast svo í sömu hlutföllum (eða því sem næst). Í framhaldi fara eintök Farva í sölu á farvi.is og í verzlun í Álfheimum 4. Selji Farvi öll sín eintök, eftir að sýningu lýkur, getur Farvi keypt viðbótareintök vinar með 40% afslætti.
Innrömmun verka á sýningarvegg (henti það verkum) er á ábyrgð Farva, en seljist verk í ramma fær Farvi kostnað við innrömmun greiddan að fullu.
Öll verk eru unnin í númeruðu og árituðu upplagi (ca. 20-100 eintök).
Umsókn send fyrir 25. október 2025 á vinur@farvi.is
HVER ERTU – stutt lýsing á þér og þínum verkum.
HVAÐ – hverju langar þig til að vinna að á prentverkstæðinu?
HVENÆR – tímalega séð hvaða dagsetningar eru hentugastar fyrir þig?
- Vinna í nóvember og opnun 29. nóvember 2025
- Vinna í janúar og opnun 31. janúar 2026
- Vinna í mars og opnun 28. mars 2026
- Vinna í maí og opnun 30. maí 2026