0
Karfan þín
Risoprentað á 170 gr. Munken Rough pappír / stærð 21x29,7 cm - A4
Jón Sigurðsson (1811-1879) oft nefndur Jón forseti, var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld.
Árið 1851 fór Jón Sigurðsson fyrir nefnd sem reyndi að berjast gegn því að danska stjórnarskráin hefði gildi hér á landi (sem hún gerir í grunninn enn). Í áliti nefndarinnar sagði að grundvallarlög væru af öllum mannlegum lögum hin mest umvarðandi, "af því þau eiga að tryggja hin æðstu réttindi manna, og sem þess vegna þurfa að geta fest rætur hjá þjóðinni, og áunnið ást og virðingu hennar".
Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki (Konungsríkið Ísland) með eigin þjóðfána.
Verkið er fáanlegt með eða án tekk segulramma.
Risoprentað með 3 litum (gulum, fluor appelsínugulum og svörtum) á 170 gr. Munken Rough. Stærð A4
Höfundur verks: Sæþór Örn