0
Karfan þín
Kennarar, samstaða skiptir máli – frá Eldey til Siglufjarðar
Í Kastljósþætti á RÚV þann 30. janúar sl. útskýrði formaður Kennarasambands Íslands, Magnús Þór Jónsson, stöðuna í kjaradeilu kennara á eftirfarandi hátt.
Ef við horfum á Íslandskort þá er eins og sérfræðingar í fræðslustarfssemi séu geymdir úti í Eldey undir meðallaunum en þyrftu að komast til draumaríkisins Siglufjarðar til að fá sambærileg kjör á við aðra sérfræðinga.
Kennarafélag Reykjavíkur í samstarfi við Farva – gallery hefur ákveðið að bjóða kennurum upp á að kaupa stuttermaboli, poka eða barmmerki með táknmynd þessara orða formannsins. Um er að ræða tvær pílur sem vísa í sitthvora áttina. Önnur út í Eldey og hin til Siglufjarðar, svo er fjöldi km frá húsi Kennarasamband Íslands í Borgartúni að þessum stöðum tilgreindur. Grunnliturinn er svartur og letur gult.
Við ætlum okkur alla leið.
Með þessu viljum við sýna forystunni stuðning og jafnframt samtaka mátt okkar í baráttunni.
Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur
Farvi hannaði vörurnar fyrir Kennarafélag Reykjavíkur og rennur hluti af söluandvirðinu til félagsmanna.