• Samstöðuvarningur kennara - barmmerki

Samstöðuvarningur kennara - barmmerki

900 kr
  • VÖRULÝSING
  • afhending og greiðslumöguleikar
VÖRULÝSING

Kennarar, samstaða skiptir máli – frá Eldey til Siglufjarðar

Í Kastljósþætti á RÚV þann 30. janúar sl. útskýrði formaður Kennarasambands Íslands, Magnús Þór Jónsson, stöðuna í kjaradeilu kennara á eftirfarandi hátt. 

Ef við horfum á Íslandskort þá er eins og sérfræðingar í fræðslustarfssemi séu geymdir úti í Eldey undir meðallaunum en þyrftu að komast til draumaríkisins Siglufjarðar til að fá sambærileg kjör á við aðra sérfræðinga.

Kennarafélag Reykjavíkur í samstarfi við Farva – gallery hefur ákveðið að bjóða kennurum upp á að kaupa stuttermaboli, poka eða barmmerki með táknmynd þessara orða formannsins. Um er að ræða tvær pílur sem vísa í sitthvora áttina. Önnur út í Eldey og hin til Siglufjarðar, svo er fjöldi km frá húsi Kennarasamband Íslands í Borgartúni að þessum stöðum tilgreindur. Grunnliturinn er svartur og letur gult.

Við ætlum okkur alla leið.

Með þessu viljum við sýna forystunni stuðning og jafnframt samtaka mátt okkar í baráttunni.

Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur

Farvi hannaði barmekið fyrir Kennarafélag Reykjavíkur og rennur hluti af söluandvirðinu til félagsmanna.

Barmmerkið er 4,2 cm í þvermál

afhending og greiðslumöguleikar
Senda eða sækja
Þú getur valið um að sækja pöntunina þínar í verslunina okkar í Álfheimum 4, á næsta pósthús/póstbox, Drop eða fá hana senda alla leið upp að dyrum.
Pantanir sem eru 10.000 kr. og hærri, sendum við frítt með póstinum heim að dyrum. Aðrar sendingar eru verðlagðar samkvæmt verðskrá Póstsins.
Greiðslur
Þú getur valið um að greiða með kreditkorti eða millifærslu

Fleiri áhugaverðar vörur