• RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
  • RISOPRENT námskeið
Lagerstaða: á lager nóg til á lager uppselt

RISOPRENT námskeið

14.900 kr
  • VÖRULÝSING
  • afhending og greiðslumöguleikar
VÖRULÝSING

 Kynnstu töfraheimi RISO í vinnubúðum Farva! Settu saman veggspjald (12. eða 26. nóvember) eða jólakort (28. nóvember), prentum og þú tekur með heim 10 stykki af A3 plakati í tveimur litum eða 20 stykki A5 jólakort í tveimur litum. Engar tölvur - bara þú, hendur þínar og hugur sem sleppa sköpunarkraftinum lausum.

Vinnubúðirnar:

- Stutt kynning á riso og vinnsluaðferðum við tveggja lita analog prent.

- Þú setur saman þitt A3 veggspjald (12. og 26. nóvember) eða A5 jólakort (28. nóvember) með 'collage-aðferð' og notar til þess kol, blek, túss, ljósmyndir, letur o.fl. Við verðum ykkur innan handar í ferlinu.

- Prentum saman í tveimur litum að ykkar vali og allir vinir.

Athugið:

Farvi skaffar allt efni en þér er velkomið að koma með eigið útprentað efni (ljósmyndir eða grafík) en passa þarf að hafa það ekki stærra en A3 og ekki á stafrænu formi.

Námskeiðið hentar byrjendum sem og lengra komnum.

Staðsetning: Farvi , Álfheimar 4, 104 Reykjavík

Fjöldi þáttakenda: 6-8

Tímasetning: Klukkan 19.30, þriðjudaginn 12. nóvember / eða þriðjudaginn 26. nóvember.

Lengd: 2,5-3 klukkustundir

Verð: 14.900 kr.

Afbókun/endurgreiðsla: Til að fá námskeið endurgreitt að fullu þarf að afbóka fjórum dögum fyrir námskeið - annars er endurgreitt að helming.

 

Vinnubúðirnar eru einnig tilvaldar fyrir vina- og vinnustaðahópa til að koma saman og gera eitthvað skemmtilegt og skapandi sem skilur eftir góðar minningar. Fyrir nánari upplýsingar, hópapantanir eða aðrar dagsetningar hafið samband í síma 546 8225 eða farvi@farvi.is.

 

"Dóttir mín er mikil listakona og hana langaði að prófa nýjar aðferðir við að þróa listaverkin sín. Við ákváðum því að skella okkur mæðgurnar saman til Farva á Riso workshop. Þetta var alveg meiriháttar kvöldstund sem við ætlum klárlega að endurtaka.

Það sem var meiriháttar: Heimilislegur andi og nánast einkakennsla og leiðsögn í tækninni þar sem hópurinn var ákkúrat ekki of stór né lítill. Svo er bara svo langt síðan ég hef gefið mér tíma til að staldra við og teikna - eitthvað sem ég ætti að gera meira af.

Þórhildur Laufey Sigurðardóttir - grafískur hönnuður

 

afhending og greiðslumöguleikar
Senda eða sækja
Þú getur valið um að sækja pöntunina þínar í verslunina okkar í Álfheimum 4, á næsta pósthús/póstbox, Drop eða fá hana senda alla leið upp að dyrum.
Pantanir sem eru 10.000 kr. og hærri, sendum við frítt með póstinum heim að dyrum. Aðrar sendingar eru verðlagðar samkvæmt verðskrá Póstsins.
Greiðslur
Þú getur valið um að greiða með kreditkorti eða millifærslu

Fleiri áhugaverðar vörur